Jæja þá er komið að því -- það er Síðasti Sjens 2010! Besta, síðasta gigg ársins með skemmtilegustu böndum ársins. Taumlaus gleði og stemming inn í síðasta dag ársins. Miðasala hefst á midi.is fimmtudaginn 9. desember og er miðaverði stillt í hóf því það kostar aðeins 1.700 kr. í forsölu og 2.500 kr. við dyrnar verði ekki uppselt á Sjensinn í forsölu. Þétt dagskrá sem enginn má láta fram hjá sér fara!
Retro Stefson gaf út hljómplötum Kimbabwe fyrir nokkrum vikum og er skemmst frá því að segja að platan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hafa viðtökur verið frábærar. Hljómsveitin spilaði hreint frábæra tónleika á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni nú í haust og var í kjölfarið valin til að spila á M for Montreal tónlistarhátíðinni í Kanada. Retro Stefson hefur skipað sér á bekk með bestu „læf" hljómsveitum Íslands og þó víðar væri leitað. Síðasti Sjens eru jafnframt útgáfutónleikar Retro Stefson. Sjá: www.retrostefson.com
Polipe er kanadísk hljómsveit sem vakti athygli á Iceland Airwaves nú í haust fyrir magnaða sviðsframkomu. Þeir hafa verið að komast inn á radar tónlistaráhugafólks í heimalandinu og víða annar staðar eftir núna eftir Airwaves víða annar staðar. Bandið féll fyrir landinu -- og vildu ólmir eyða áramótunum hér og taka þátt í þessum Síðasta Sjens! Meðlimir Polipe koma frá Quebec borg í Kanada og hafa spilað saman frá unga aldri og það útskýrir þéttleika þeirra á sviði. Nánari upplýsingar má finna á: www.polipe.com.
Orphic Oxtra gaf út sína fyrstu plötu nú á mánudaginn 01.11.10, sem þótti afspyrnu hentugur dagur þar sem dagsetningin myndar samhverfu (þ.e. það má lesa dagsetninguna áfram og á afturábak). Platan ber einnig hið fagra og óræða nafn hljómsveitarinnar en það nafn hefur verið tungubrjótur allra þeirra sem á vegi bandsins hafa orðið. Orphic Oxtra spilar lífræna og dansvæna tónlist undir sterkum balkönskum áhrifum sem er þó heimabrugguð í Reykjavík af stórum hópi samsærismanna sem eiga það sameiginlegt að stunda nám í hljóðfæraleik við LHÍ eða FÍH. Sjá: www.facebook.com/Orphicoxtra
Og til að gera okkur lífið léttara og bærilegra þessa síðustu stundir 2010 bjóðum við ykkur einnig upp í dans með múm djset.
Ещё видео!