Gestur minn í þessum þætti er Jörundur Guðmundsson heimspekingur og bókaútgefandi. Við ræðum saman um bók – ekki eftir hann, heldur eftir föður hans Guðmund Jörundsson heitinn, sem heitir Sýnir og Sálfarir.
Guðmundur var aflasæll og þekktur skipstjóri á síldarárunum. Sérkenni Guðmundar var að hann hafði með sér “mann” úr annnarri vídd, sem gaf honum upplýsingar um á hvaða mið hann ætti að sækja til að finna síldina, jafnvel svo nákvæmar að hann fékk hnitin uppgefin.
Guðmundur var mikill spíritisti og sat alla þá miðilsfundi sem hann gat hjá Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar, meðal annars sem sitjari hjá Hafsteini miðli. Hann var tengiliður við Einar heitinn á Einarsstöðum, sem hafði verið valinn til að vinna með “læknum að handan” til að heila fólk. Jörundur var síðar sem unglingur í sveit hjá Einari og fór alla tíð vel á með þeim, en ljúfmennið Einar leit alltaf á Jörund sem jafningja, jafnvel þótt hann væri mun yngri.
Bókin Sýnir og Sálfarir er löngu uppseld. Það er helst að finna hana á bókasöfnum, hjá fornbókasölum eða í bókaskápnum hjá ömmu ykkar og afa. Mögnuð frásögn, vel þess virði að lesa.
Ещё видео!