Foxglove - Digitalis purpurea - Fingurbjargarblóm - og hunangsfluga - Revebjelle - Foxes glofa - Fingerkraut - Fingerhut - Fingerbøl - Scrophulariaceae - Grímublómaætt - Toxic Herbs - Poisonous Plants -.Eiturjurt - Eitruð planta - Heldur sér við með sjálfsáningu - Fingurbjargarblóm eru hávaxin 60-200 sm á hæð og þola -10 ˚C. Ein planta ber 20 -- 80. drjúpandi bjöllulaga blóm á efsta 50 -100. sm svæði af stönglinum og getur myndað 350.000 fræ á góðu sumri. Ein býfluga getur heimsótt yfir 100 blóm á góðum degi en ef þeirra nýtur ekki við geta plönturnar verið sjálffrjóvgandi. Fingurbjargarblóm eru banvæn og ætti aldrei að bragða á blómum eða laufblöðum. Í nútímanum er framleitt Digitalis sem er eitt þekktasta hjartalyfið í heiminum unnið úr tveggja ára gömlum laufblöðum Fingurbjargarblómsins Digitalis lanata sem blómstrar á seinna árinu ljósbrúnum blómum. Hún er sérstaklega ræktuð í Evrópu og Ameríku fyrir lyfjaframleiðendur og er mun mikilvægari í gerð hjartalyfsins Digoxín.
Fingurbjargarblómið er mjög auðvelt í ræktun. Því er sáð á yfirborð potts með léttri sáðmold og aðeins þrýst létt niður, þar sem fræið ert svo fíngert þarf ekki að þekja það nema í mesta lagi með örlitum sandi. Þegar sáðplönturnar eru komnar vel upp er þeim dreifplantað í bakka eða smápotta og svo gróðursettar á framtíðar vaxtarstað um mitt sumar eða næsta vor. Skemmtilegt getur verið að hafa nokkrar plöntur saman í þyrpingu og jafnvel rækta þær til afskurðar. Lesa meira:[ Ссылка ]...
Foxglove life span of the plant is 2 seasons. The first year growth remains in a basal rosette of leaves. Second year growth produces flowering stems, 3 -6 feet in height. Flower spikes have purple to white spotted thimble-like flowers which hang down and last about six days. The earliest known name for this plant is the Anglo-Saxon "foxes glofa" (the glove of the fox). It derives its name from the flowers which resemble the fingers of a glove and possibly from a northern legend that bad fairies gave the blossoms to the fox to put on his toes, so that he might soften his tread while he hunted for prey. First year growth has been mistaken for Comfrey (Symphitum officinale) with fatal results. Although, ingestion of this plant can be fatal at any time during the life of the plant, it is most toxic just before the seeds ripen. The upper leaves of the stem are also more toxic than the lower leaves. [ Ссылка ]...
Due to the presence of the cardiac glycoside digitoxin, the leaves, flowers and seeds of this plant are all poisonous to humans and some animals and can be fatal if eaten.
Extracted from the leaves, this same compound, whose clinical use was pioneered as digitalis by William Withering, is used as a medication for heart failure. [ Ссылка ]...
Krónan 40-55 mm, purpura til fölbleik eða hvít, oftast mjög freknótt á innra borði með hvítjöðruðum dökkpura doppum, á ytra borð er krónan hárlaus til dúnhærð eða langhærð, kögruð innan. Fræhýðið er 11x7 mm, egglgaga, snubbótt jafnlöng og eða lengri en bikarinn. Fræin næstum 1 mm, brún, ferhyrnd, ferköntuð, netæðótt. Lesa meira: [ Ссылка ]
Um 1770 fékk enski læknirinn og grasafræðingurinn William Withering uppskrift að dularfullri grasablöndu hjá gamalli grasakonu í nágrenni Birmingham. Þessi grasablanda átti að lækna vatnssýki, hörmulegan sjúkdóm sem ekkert dugði við. Vökvi safnaðist saman í líkamanum, afleiðingin var bjúgur í útlimum, kviðarholi eða lungum svo sjúklingurinn náði varla andanum. Vatnssýki og berklar voru ásamt ýmsum smitsjúkdómum helsta dánarorsök manna. Grasablandan innihélt meira en tuttugu ólíkar jurtir, en Withering fjarlægði það sem hann taldi einskis virði, aðeins til að bæta bragð, lit eða lykt, og sat uppi með nokkrar þekktar lækningajurtir, þar á meðal var fingurbjargarblómið. Læknirinn áttaði sig á að lítill skammtur af laufi þess dró úr vökvasöfnun hjá mörgum sjúklinga hans en skildi jafnframt að þeir þurftu, og þoldu, mjög mismunandi stóra skammta af því. Hann skildi líka að lyfið var gagnslaust gegn berklum. Í riti sem hann gaf út 1785 birti hann rannsóknir sínar, greindi frá við hvaða sjúkdómum lyfið virkaði og virkaði ekki og einnig hve bilið milli læknandi og banvæns skammts væri mjótt. Það er einmitt svona sem virku efnin í fingurbjargarblómi starfa. Þau láta veikt hjarta slá hægar en fastar og dæla blóðinu þannig hraðar um líkamann þannig að óeðlileg vökvasöfnun verður ekki. Í dönsku lyfjaforskriftabókinni frá 1963 eru þrjár uppskriftir af digitalis-töflum; í einni uppskriftinni eru notuð stöðluð digitalis-blöð, en í hinum virk efni einangruð á rannsóknarstofum. Efni einangruð á rannsóknarstofum eru eingöngu notuð núorðið. Lesa meira: [ Ссылка ]
Ещё видео!