Í vetur stígur hún loks á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í nýrri leikgerð sem byggir á rómuðum skáldverkum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Hér fá áhorfendur að hitta systur Fíusólar og foreldra, ömmu og afa, besta vininn Ingólf Gauk, kennarann, alla krakkana í bekknum og síðast en ekki síst lata kjölturakkann Jensínu. Það gengur á ýmsu bæði í skólanum og á heimilinu þegar Fíasól ákveður að hafa tækjalausan dag og ekki síður þegar hrekkjavakan nálgast en þegar mamma heldur að þau pabbi geti bara lagt sumarhýru Fíasólar inn á bankabók verður nú fyrst allt vitlaust og Fíasól stofnar hjálparsveit barna. Eins og Fíasól segir sjálf þá er ekki alltaf gott að vita hvort hugmyndir séu góðar eða slæmar þegar þær koma upp í kollinn!
Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir hér úrvals lið leikara og stóran og kraftmikinn barnahóp í nýjum fjölskyldusöngleik með frumsaminni tónlist hins góðkunna Braga Valdimars Skúlasonar.
Fíasól gefst aldrei er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ещё видео!