Gullregn Ragnars Bragasonar er mannlegt og broslegt en um leið harmrænt verk um fólk sem við þekkjum öll. Hér birtast Íslendingar nútímans með öllum sínum kostum og göllum. Hrár og ómengaður samtími. Ragnar Bragason er í fremsta flokki íslenskra kvikmyndagerðarmanna en meðal verka hans eru Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og Bjarnfreðarson.
Aðferðin við sköpun Gullregns er sú sama og Ragnar hefur notað í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni síðasta áratuginn. Persónur eru þróaðar í samvinnu við hvern og einn leikara í tiltölulega langan tíma. Það skemmir svo ekki fyrir að þjóðargersemin Mugison semur tónlistina við verkið og er þetta frumraun þeirra beggja í íslensku leikhúsi.
Ещё видео!