Sjá vetur karl
Lag: Anna í hlíð ([ Ссылка ])
Höfundur texta: Tryggvi Þorsteinsson
Texti:
Sjá, vetur karl er vikinn frá,
og vorið komið er.
Út því hugur stefnir
eins og vera ber.
Og upp til fjalla oftast þá
æskan glaðvær fer,
en ellin segir bara:
Þetta er ungt og leikur sér.
Ef þú átt frí
út skaltu, því
að inni að húka í einum kút
er ekkert vit, nei farðu út.
Ef þú átt frí
út skaltu, því
það eflir þig og gleður
og yngir þig á ný.
Hljóðsafn:
[ Ссылка ]
Ещё видео!