Aflstöðin við Búðarháls er nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga. Hún var formlega gangsett 7. mars 2014 og mun vinna um 585 GWst af rafmagni inn á orkukerfi landsmanna. Sú raforka myndi fullnægja raforkuþörf 70.000 heimila en verður notuð til orkufrekrar atvinnustarfsemi.
Búðarhálsstöð er sjötta aflstöðin á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar, vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Hún skapar veruleg verðmæti með því að virkja áður ónýtt 40 metra fall milli Hrauneyjafoss og Sultartanga.
Nánar á: landsvirkjun.is/fyrirtaekid/aflstodvar/budarhalsstod
Ещё видео!