Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Sumarið 2015 var frábært og að sögn kunnugra er þessi sögufræga á að komast í sitt gamla góða form. Mín fyrsta ferð í hana var a.m.k. ógleymanleg með öllu! Mikill fiskur, frábært vatn, úrhellisrigning sem hækkaði vatnið og litaði ána sem sjatnaði svo og hreinsaði sig. Þá varð bókstaflega allt vitlaust og þessi höfðingi var einn af 10 löxum sem komu á land á stöngina á morgunvaktinni 25. ágúst 2015.
Ещё видео!