Tungumál: Rússneska
Höfundur lags: Boris Fomin
Höfundur texta: E. Marnay
Gene Raskin hefur löngum verið skráður höfundur bæði lags og texta að "Those were the days" en þetta er í raun gamalt rússneskt lag a.m.k. frá 1925 (þegar það var fyrst tekið upp) og jafnvel eldra. Höfundur lagsins hét Boris Fomin (1900–1948) og höfundur textans hét Konstantin Podrevsky. Í upprunalegu útgáfunni hét lagið "Dorogoi dlinnoyu" (Eftir löngu leiðinni). Textinn fjallar um æskuminningar og rómantískar hugsjónir. Gene Raskin samdi enska textann og breytti laginu örlítið svo það félli að textanum og fékk svo skráðan höfundarrétt að bæði lagi og texta. Þetta lag varð gífurlega vinsælt um alla Evrópu og víðar, ekki bara með enskum texta heldur líka frönskum, þýskum, spænskum og ítölskum o.s.frv. Raskin rakaði inn peningum og keypti sér m.a. hús á Mallorca, Porsche og seglskútu. Þegar lagið var hvað vinsælast reyndi amerískt fyrirtæki að nota það með breyttum texta til þess að auglýsa fisk án þess að borga Raskin neitt. Þeir vissu vel að þetta væri bara gamalt rússneskt lag og töldu það þar með í almannaeign. Raskin fór í mál og vann því hann var jú með gildan höfundarrétt að bæði lagi og texta.
Þegar maður veit þessa forsögu lagsins fer maður að átta sig á því hvað það hefur í raun alltaf hljómað rússneskt frekar en vesturevrópskt. Því má bæta við að gyðingar halda fram að þetta sé komið frá rússneskum gyðingum og eigi að teljast með gyðingatónlist (Klezmer).
[ Ссылка ]
Vika Tsyganova er rússnesk söngkona, fædd 1963.
[ Ссылка ]
[ Ссылка ]
Ещё видео!