Frelsið er yndislegt 26. mars
#5 Skaðaminnkun og vímuefnavandi
Í þessum þætti er skaðaminnkun rædd og útskýrð vel. Einnig er farið almennt í umræðu um vímuefnavanda og neysluskammta. Farið er í hvernig staðan er í þeim löndum sem vinna eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem og bjóða upp á fjölbreyttar viðhaldsmeðferðir. Þá eru fangelsin auðvitað rædd sérstaklega að vanda. Við lofum virkilega skemmtilegum og áhugaverðum þætti!
Gestirnir að þessu sinni eru: Svala Jóhannesardóttir, formaður Matthildar – samtaka um skaðaminnkun, Halldóra Mogensen, alþingiskona Pírata og baráttukona fyrir breytingum á vímuefnalöggjöfinni og Þórir Tony Guðlaugsson, varðstjóri í Fangelsinu á Hólmsheiði. Stjórnendur þáttarins eru: Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson
Ещё видео!