Upptaka átti sér stað sienna vegna bilunar í upptökubúnaði.
Afréttur Hrunamanna er um 960 km2 að flatarmáli. Hann nær frá Hofsjökli í norðri og suður að Hrunaheiðum og heimalöndum efstu bæja í hreppnum. Að vestan ræður Hvítá og Jökulfall en Stóra-Laxá í Laxárdrög að austan. Hæð yfir sjó í afréttinum er frá um 200 m við Þorsteinshöfða ofan við Gullfoss upp í tæpa 1500 m í Kerlingarfjöllum. Í stórum dráttum hallar landi að Hvítá og er afrétturinn í austurhluta dals sem teygir sig inn með ánni norður fyrir Hvítárvatn. Gróðurskilyrði eru mjög misjöfn í afréttinum, einna best í dalnum undir 500 m hæðarmörkum. Einkennandi fyrir jarðveg á svæðinu eru gríðarlega mikil öskulög frá Heklugosum.
Margt bendir til að land hafi víða verið vel gróið í afréttinum fyrr á tímum en hann hefur verið nýttur til beitar um aldir. Eins og á mörgum afréttum sunnanlands hefur mikil gróður- og jarðvegseyðing herjað þar og má ætla að neðan við 500 m hæðarmörk hafi gróður eyðst á yfir 90 km2. Á síðustu 40 árum hefur verið unnið að því að stöðva gróðureyðingu með uppgræðslu. Frá 1980 hefur sauðfé fækkað mikið auk þess sem loftslag hefur hlýnað. Niðurstöður mælinga og athugana sýna að gróður hefur ekki aðeins aukist á uppgræðslusvæðum heldur hefur land víða gróið verulega á beittu landi utan þeirra.
Í erindinu verður fjallað um sögu jarðvegseyðingar í afréttinum. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna sem staðið hafa frá 1981 á landnámi og framvindu gróðurs við Heygil á suðvesturhluta afréttarins og sýnd dæmi um helstu gróðurbreytingar.
Ещё видео!